Það er þetta með muninn á strákum og stelpum

Hæ Blogga.

Þetta er búið að vera afslöppuð helgi.  Systur mínar komu á föstudaginn í mat til Elfu.  Svona stelpukvöld.  Af alkunnri hugulsemi var ákveðið að reka mig ekki að heiman, enda færi ég út í búð að kaupa handa þeim ís og sæi um að koma Birgi í háttinn.  Skilyrt dvöl á eigin heimili, þó ég kvarti ekki.  Á laugardaginn var svo íþróttaskóli barnanna í FH húsinu.  Þannig að nú er ég anti-boltamaðurinn orðinn FH-ingur.  Fyrir utan það að vera helsti stuðningsmaður KR í badminton, svona svo jöfn hollusta sé sýnd við íþróttaiðkun sona minna.  Það vill til happs að það er sami liturinn í búningum beggja liða.  Á sunnudag var ég vakin með kaffi, ristaðbrauð og blaðið í rúmmið.  Mér fannst þetta hljóta að vera afmælið mitt, en þegar stírurnar voru farnar sá ég að þetta var bara huggulegheit Elfu og Birgis.  Í hádeginu fórum við svo í mat til langömmu á elló.  Þar varð sonur minn mjög undrandi og skal ég segja þér frá því.  Smá aðdragandi að því atviki.  Birgir hefur verið að velta fyrir sér muninum á strákum og stelpum, svona eins og litlir strákar gera.  Pabbi er með tippi, Hringur er með tippi, Benni er með tippi og viti menn nú er hann búinn að átta sig á því að allir strákar hljóti að vera með tippi.  En mamma hún er ekki með tippi?!?!  Hún er þá ekki strákur?  Nei hún er stelpa.  Já hún er stelpa.  Ef stelpur eru ekki með tippi, hvað eru þær þá með?  Ekki veit ég afhverju, en það hefur einhvern veginn þróast þannig að við fórum að nota orðið budda.  Þannig að mamma er með buddu, amma Elín er með buddu og líka vínkonur Birgis á leikskólanum.  OK allar stelpur hljóta að vera með buddu.  Þetta er að verða nokkuð skírt huga sonar míns.  Víkur þá sögunni aftur á elliheimilið til langömmu, þar sem við erum að fara með henni niður í matsal í hádegissteik.  Þá segir langamma (sem veit ekkert um þetta tippa- og buddutal) við Birgi.  Jæja vil Birgir hjálpa langömmu að finna budduna sína. Birgir varð pínu skrítinn á svip.  Enn þá skrítnara fannst þó Birgi að langamma hans ætlaði að sækja miða í budduna sína til að borga fyrir hádegismatinn.  Kannski að við hefðum átt að kenna honum annað orð yfir kynfæri kvenna.

Með hugsandi kveðju; Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Þetta er bara snilld að lesa

Kolbrún Jónsdóttir, 30.9.2007 kl. 21:50

2 identicon

Hahahahahaha. Þetta er nú soldið gott á þig. fólki hefnist fyrir tepruskapinn... -Píka er gott og gilt íslenskt orð yfir kynfæri kvenna og ágætt til síns brúks. Ég harðneita að láta einhverja subbukjafta eyðileggja það. Skal fara yfir þetta með Birgi við tækifæri.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 16:25

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég hélt þú myndir drepa mig núna (ligg í rúminu og get varla hreyft mig vegna bakverkja) alveg óborganleg saga og verður þessi að fara inn í afkrekabókina.... kæmi mér ekki óvart þó að grunnt yrði á þessa dásamlegu sögu í einhverri páfuglaræðunni  hjá mér  ........  pabbi er kallaður Buddi

Eigðu góða helgarrest.

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.10.2007 kl. 17:34

4 identicon

Gott á þig.  Er reyndar hissa á því að Herdís frænka þín skuli ekki hafa minnst á orðið pjöllu, held nefnilega að það sé Siglfirskt.  Annars skal ég finna það út hér í Bosníu hvaða orð er notað, mjög ólíklegt að ef þú kennir pilti það að það eigi eftir að valda einhverjum ,,vandræðum" heima.  Kveðja frá Sarajevo.

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:31

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Pjalla er það líka í Mosfellsbænum ...... en Gummi minn hvernig stendur á því að þú ert svona vel inni í pjöllutali okkar Siglfirðinga .... hefur það kannski eitthvað með Sauðárkrók og skvísurnar frá Sigló að gera ??

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:55

6 Smámynd: Álfhóll

Dásamleg sena......

Gunna

Álfhóll, 10.10.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband