Elfa bjargar mér úr öngstræti. Ný síða drengjanna.

Jæja það er vart að ég nenni að ávarpa þig lengur Blogga mín sem er til marks um vanrækslu mína í þinn garð.  Undanfarna mánuði hefur þú þjónað sem vettvangur upplýsinga um syni mína, þar sem áherslan hefur verið lögð á að kynna þann yngsta í hópnum og nú síðast helst með myndrænum hætti.  En eftir að feðraorlofinu lauk (fyrri áfanga) hefur lítill tími gefist til þessa.  Nú er svo komið að vinir og vandamenn vita ekkert hvort við erum að koma að eða fara eða hvernig mál ganga.  Þar sem útlit er fyrir áframhaldandi stöðnun af minni hálfu hefur ástkær eiginkona mín ákveðið að bjarga mér úr því öngstræti sem ég er komin í.  Hún hefur nú opnað síðu um drengina á barnanet.is þar sem síðan er http://www.barnanet.is/birgirogkolbeinn og eru vinir og vandamenn nú boðnir velkomnir.

Með sumarkveðju Árni


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Árni minn þú átt sko góða konu, sem greinilega þekkir þig vel . Hann Kolbeinn Tumi hefur aldeilis stækkað og eru bræðramyndirnar alveg yndislegar.

kveðja úr Mosfellsbænum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband