Villtist inn á feminista blogg og fannst það fróðlegt

Hæ Blogga!  Já ætli ég kalli ekki bara þessa síðu, sem enn er að leit að tilgangi sínum, Bloggu. 

Ég var að flækjast um bloggsvæðið hennar Sóleyjar stór frænku minnar (Sóley bjargar heiminum) og mér til mikillar undrunar var þar að finna blogg og umræður fólks um jafnrétti kynjanna og femínisma (kom skemmtilega á óvart).  Ég er nú sammála henni Sóleyju frænku minni um margt.  Til dæmis það að við eigum öfluga feður þó svo að Biggi hafi verið öllu róttækari en Tommi við að koma sér upp sínu eigin fótboltaliði (með því að eignast 7 börn, sem síðar hafa ótrauð haldið uppi merkjum föður síns).  Ég vænti að við séu einnig um margt sammála í málum tengdum náttúruvernd.  Loks erum við vafa lítið  sammála um að jafn réttur fólks sé af hinu góða og þar með talið jafn réttur kynjanna.  Þar sem leiðir okkar trúlega skilja er í aðferðafræðinni, þar sem Sóley hefur valið róttæku leiðina.  Ekki vil ég þó meina að róttækni þurfi að vera vonda, en það hvernig hún birtist og sér í lagi hvaða afleiðingar róttækknin hefur í för með sér fyrir þann málstað / viðfangsefni sem hún lýtur að, hlýtur að skipta máli.  Þannig er það skoðun mín að málflutningur sumra róttækra femínista um jafnrétti kynjanna snúist stundum upp í andhverfu sína og sé til þess fallinn að vinna gegn markmiðinu um aukin stuðnings fólks við jafnrétti kynjanna.   

Eftir að hafa þvælst af síðu Sóleyjar yfir á síður sumra þeirra sem létu athugasemdir sínar þar í ljós, datt ég inn á síðuna femínistinn.  Þar var að finna grein um femínisma og jafnrétti kynjanna sem ber yfirskriftina: Vinnur femínistafélag Íslands gegn jafnrétti?  Mér þótti þessi grein um margt fróðleg, er henni í mörgu sammála og tel að baráttufólk fyrir jöfnum rétti kynjanna væri óhætt að staldra við þá grein og velta fyrir sér hvort ekki sé þar að finna sannleikskorn.  Þegar ég ætlaði að gerast alvöru bloggari og skrá athugasemd við þessa grein komst ég að því að fyrir lifandis löngu væri búið að loka fyrir allar athugasemdir við greinina sökum aldurs, enda greinin skrifuð fyrir 3 mánuðum.  Svona er að vera nýr í bransanum og ekki alveg búinn að læra á kerfið.

Ekki það að ég eigi von á því að Sóley verði af huganlegri lesningu þessar greinar mikð hægverskari eða hógværari í jafnréttisbaráttu sinni.  Enda er bæði litríkt og líflegt að eiga fólk með hressilegar skoðanir á hlutunum sem þora að láta þær í ljós.  

Ég hugleiddi reyndar að senda athugasemd inn á "björgunarsíðu" Sóleyjar en guggnað á því, þar sem ég sá fram á að verða jarðaður af einhverri skoðanaríkir valkyrjunni sem reglulega leggja leiðir sínar þangað inn.  Læt mér duga að blogga um þessi mál hér í skjóli litríkra líparítfjalla og vona að Sóley taki mig nú ekki af jólakortalistanum. 

Með jafnréttis kveðju

Árni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór Helgason

Tek undir skoðanir þínar á stórfrændkonu þinni, náttúruvernd og jafnrétti kynjanna. Sem fyrrum sambýlismenn hljótum við að standa saman í blíðu og stríðu. Lifi konur okkar beeggja, móðir þín og tengdadóttir mín! Án þeirra værum við minna verðir en nú.

Arnþór Helgason, 28.5.2007 kl. 11:23

2 identicon

Kæri frændi. Hvernig væri heimurinn án róttæklinga? -Konur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna í upphafi 20. aldar þóttu jafnskrítnar og ég. Það er ótrúlegt - en satt. Það þurfa ekki allir að vera róttækir, en allir þurfa á róttækni að halda. Á því byggist framþróunin.

Til hamingju með síðuna annars - og hittumst kannski í partýi fræga fólksins á laugardaginn!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Tómas Jónsson

Sæll Árni.  Velkominn í þennan margslugna bloggheim.

Móðir Sóleyjar þótti með þeim rótækustu á yngri árum og er enn.  Janvel álitin skrítin af fjölskyldufólki mínu.  Nú er búið að heiðra hana í bak og fyrir og einmitt vegna róttækni sinnar og því að halda sig við sannfæringu sína.  Þannig færist heimurinn áfram til betri vegar.  Sóley er alveg á réttri braut, en auðvitað fær hún marga upp á móti sér vegna skoðanna sinna.  Svoleiðis verður það alltaf.   Meðalmennskan nær litlu fram. 

Tómas Jónsson, 29.5.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband