Sveitin. Það er málið.

Sæl blogga mín og gleðilega hátíð.  Ég hafði bara engan tíma til að sinna þér í gær (þó svo að hin konan í lífi mínu væri í stúdentshátíð í Skagafirði), þar sem við feðgarnir fórum í vísiteringu í gömlu sveitasæluna mína.

Þetta var hin skemmtilegasta ferð, eins og þær reyndar ávalt eru á þessar slóðir.  Sauðburður var náttúrulega í fullum gangi og þótti Birgi ekki lítið spennandi að sjá lömbin detta út úr mömmum sínum.  Hann þurfti að bæta vel í kjarkinn áður en hann lagði í að koma niður í mjaltabásinn, en þegar niður var komið skorti ekkert á viljann að fá að taka þátt.  Ég vissi reyndar ekki hvert Birgir ætlaði þegar hann áttaði sig á því að það væri hægt að kreista mjólk úr spenunum á kúnum.  Ekki nóg með að það kæmi þarna út mjólk, heldur var henni bara sprautað beint á gólfið eins og ekkert væri sjálfsagðara.  Það verður þá eitthvað ævintýrið að koma honum í skilning að það eigi bara að sulla mjólk á gólfið í fjósinu en ekki heima.

Hringur, stóri bróðir, var öllu æðrulausari með sveita störfin enda ekki ókunnugur á þessum slóðum.  Hann sá um að hafa ofanaf fyrir hundum bæjarins og er það ekki orðið neitt smá verk, þar sem hundar með fasta- og skammtíma búsetu í Dalsmynni nálgast nú fyrsta tuginn, enda bærinn orðinn þekkt þjálfunarstöð fyrir smalahunda.  Bikarar og verðlaunapeningar bera glöggt merki um góðan árangur.

Við þökkum bændum og búaliði í Dalsmynni góðar viðtökur.

 Með jarmandi góðri kveðju

Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband