18.4.2008 | 13:11
Ungbarnauppeldið allt að gera sig
Jú jú þetta er allt að gera sig. Drengurinn drekkur, pissar og kúkar og þá eru allir glaðir; ekki satt! Reyndar sefur hann eins og engill, að undanskilinni aðfaranótt miðvikudags þegar hann hélt móður sinni við efnið og krafðist matar á hálftíma fresti.
Bæti við myndum í albúmið og reyni að henda inn nýjum jafn óðum, svo á meðan nenna og tími leyfir.
Athugasemdir
Takk fyrir myndir. Alveg naudsynlegt ad fa øppdeit thegar madur er allt of langt i burtu. Jiiidudda hvad stubbur er finn og their brædurnir :) Algjør krutt. Knus til ykkar.
Gunna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:31
Til hamingju öll sama. Flottur stubbur, á myndunum er hann líkur pabba og stærsta bróður. Árni minn, þú veist hvað felst í fæðingarorlofi feðra?? Mamman gefur brjóst, pabbinn gerir ALLT annað.
Bestu kveðjur úr vorlyktinni í sveitinni. (lesist skítalyktinni)
Halla
halla og co Dalsmynni (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:30
Elsku Elva, Árni og bræður, innilega til hamingju með "stubbinn". Hann er rosalega flottur og greinilegt að allir hafa það mjög gott skv myndunum. Hef hugsað til ykkar og beðið spennt eftir að getað séð myndir.
Þetta er greinlega flott byrjun á góðri ævi hjá honum.
Njótið hvors annars.
kv GP
Guðbjörg Páls (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:39
Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Hann er guðdómlega fallegur.
Kossa Kristín frænka
Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:36
Kæra fjölskylda. innilega til hamingju með litla prinsinn. Hann er fallegur og skýrlegur að sjá - auðvitað ekki von á öðru -eigandi svona skýra mömmu
og líka pabba. Njótið þess nú að svífa um í "brjóstamjólkuþokunni". Kær kveðja, Ólöf í Sjálandsskóla
Ólöf Sigurðardótir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.