21.4.2008 | 21:42
Nýtt dót fyrir foreldra
Jæja allt gengur samkvæmt bókinni. Barnið vex en brókin ekki. Miðað við það að pjakkurinn hafði aukið þyngd sína í 5-daga skoðuninni, hef ég ekki nokkra trú á öðru en að hann sígi vel í við viktun á morgun. Sjáum til með það.
Við keyptum í dag nýtt "dót / græju fyrir foreldra" sem vafalítið á eftir að koma að góðum notum í framtíðinni; foreldrasjal að afrískri fyrirmynd (vænti ég). Þetta er náttúrulega bara snilld. Um er að ræða langan borða / dúk úr teygjanlegu efni sem maður vefur utan um sig og kemur barninu fyrir í. Stórir fletirnir og teygjanleiki efnisins gerir það að verkum að þetta fer einkar vel bæði með foreldri og barn, hvort sem það er 3 daga eða 3 ára. Sjá nýjar myndir. Þessu mæli ég með.
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn!
Hvernig tókst þér að leyna þessu bloggi í tæpt ár...???
Já svona sjal er alveg málið, Anna notaði svipað sjal mjög mikið með Ástu, ég komst reyndar aldrei upp lagið með það. Hér er Ásta 3ja mánaða, http://eldorado.theeds.com/jol%20og%20aramot/slides/IMG_4629%20(Medium).JPG
Nýju strákarnir þurfa að fara hittast fljótlega... ;o)
Kv,
Dóri
Dóri (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 15:57
Hæ öll. Gott að vita að stubbur dafnar vel. Flott þetta afríska sjal. 'Eg hefði viljað vita af því með mín lítil. Ætti e.t.v. að fjárfesta í svona vegna ömmubarnanna. Gamlar konur þola ekki eins að bera þetta út um allt.
Kveðja úr sveitinni.
Halla Dalsmynni (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:34
Sæl Halla.
Jú ég hef trölla trú á þessu sjali, en ég hef svo sem áður haft trölla trú á græjum sem ekki hafa verið mikið notaðar þegar uppi var staðið. Við sjáum til. Framleiðandi sjalsins er með heimasíðuna www.mobywrap.com. Við keyptum það af ljósmóður sem var hjá okkur og heitir Björk Tryggvadóttir og býr í Garðabæ.
Með ört stækkandi hóp barnabarna held ég að þér veiti ekkert af þessu sjali. Svo ég talin nú ekki um hæstvirtann húsbóndann. Bíð eftir að sjá mynd á heimasíðunni ykkar, af honum með þennan vafning fullann af börnum.
Bestu kv. í sveitina.
Árni, frú og kaupamenn.
Árni Birgisson, 23.4.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.