Kominn heim frá heitu löndunum

Elsku hjartans "druslu-tusku-ræfils-greið" mitt!  Ertu hérna enn þá Blogga mín.  Og ég ekki svo mikið sem ómakað mig að líta við hjá þér í 2 vikur.  Þetta er náttúrulega skömm.  En svo ég útskýri þetta nú fyrir þér þá brá fjölskyldan undir sig betri fætinum og hélt til heitu landanna, nánar tiltekið á eyjuna Mallorku.  Það mætti segja mér að það sé góð viku sigling að komast þangað, en við voru bara flott á því því og keyptum okkur flug, með tvöhundruð sólþyrstum Íslendingum.  Þetta var sannkölluð vísitölufjölskylduferð: ".....þús. krónur miðað við 2 fullorðna, með 2 börn í 2 vikur......".  Þetta varð hin ljúfasta ferð og fengu allir eitthvað við sitt hæfi.  Við hjónin reyndar skiptum með okkur verkum.  Elfa tók að sér að sér sólböðin og ég morguntrimmið og síðan langa síestu.  Hringur sinnti lífríkjarannsóknum á sjávarbotni samhliða ötulum lestri bóka.  Birgir Þór mætti gallvaskur til leiks á hverjum degi með sólvörn Blokk 50 og stóð í  sandkastalabyggingumog laugarbusli.  Fórum í nokkrar skoðunarferðir um eyna, enda fljót ekinn þvert og endilangt með flatarmál innan við hálfan Vatnajökul.

Jæja Blogga þetta verður bara stutt sem fyrsta færsla eftir sumarfrí.  Sýni þér myndir úr ferðinni síðar og segi þér kannski nánar frá þessu.

Gaman að sjá þig á ný.

Sólarkveðja, Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Velkominn heim Árni minn, þessi ferð ykkar vísitölufjölskyldunnar hljómaði ansi vel.  Þetta er skrifað á heitasta staðnum, Ísafirði í góðu yfirlæti hjá you know who. 

Bræðurnir á golfmóti, alsælir eins og þú getur ímyndað þér og við kellurnar að hvíla okkur á meðan.

Bestu kv.

Gunna 

Álfhóll, 30.6.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Velkominn heim aftur Árni, ljóst að allir fjölskyldumeðlimir hafa fundið eitthvað við sitt hæfi .

Herdís Sigurjónsdóttir, 4.7.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband