Ég er enn á lífi......en brjálað að gera

Sæl Blogga mín.

Jú jú ég er enn á lífi.  Þó svo að ég hafi ekki heilsað upp á þig í viku.  Það er einfaldlega búið að vera brjálað að gera.  Sumarfrí í vændum og allt á að klárast fyrir þann tíma.  Fyrst og fremst í vinnunni, en heimilið hefur heldur ekki farið varhluta af þessum feiknar dugnaði.  Á föstudaginn sendi mín ástkæra mig í sérhæfða hreingerningarvöruverslun í Ármúlanum.  Þar var hún búin að láta taka frá eitthvert forláta hreingerningarefni sem á engan sinn líkan.  Undra efni sem er svo auðvelt í notkun að þegar því er reynt yfir, stirnir á allt sem verður fyrir og brosið á þeim, sem er svo lánsamur að nota efnið, verður svo stórt að ef ekki væru til staðar eyru myndi brosið ná hringinn.  Ég var því ekki lítið spenntur þegar kom að því að prófa efnið.  Mér til mikillar vonbrigði skynjaði ég aldrei þessa gleði við notkun efnisins en árangurinn lét þó ekki standa á sér.

Birkir vinur Hrings kom í gistingu um helgina.  Gott til þess að vita að þessir drengir sem kynntust 3 ára á leikskóla skuli enn vera svona miklir mátar, þrátt fyrir ólíkt áhugasvið í dag.  Birgi Þór fannst eignarétti sínum á Hring þó ógnað með komu Birkis en það lagaðist fljótt þegar hann fékk að vera með. 

Sjálfur hef ég nú afrekað það að fara út að hlaupa 7 sinnum á síðustu 10 dögum.  Ég veit reyndar ekki hvort ég ætti að túlka það sem létti eða vonbrigði en það sem ég hélt að væri upphafið af astma þegar ég byrjaði þetta hlaupaátak (ég var svo andstuttur) hefur lagast til muna en, 5 kg + á vigtinni er staðreynd.  Trúlega hafa orsakirnar verið offita en ekki astmi.  En nú er áttakið hafið ég byrjaður að hlaupa, formið á uppleið og ég stefni á ..."í kjólinn fyrir jólin".

Með skínandi kveðju

Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sæll frændi gaman að rekast á þig hér í bloggheimum. Ég byrjaði á þessu í veikindaleyfi og hef ekki hætt. Ég komst að því að þetta er ágæt útrás fyrir okkur páfuglana.

Já ætlið það verði ekki frændsystkinaátak "í kjólinn fyrir jólin"

Herdís Sigurjónsdóttir, 14.6.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband