Gleði og glens í góðra vina hópi

Jæja Blogga.  Þú hefur verið vanrækt og biðst ég velvirðingar á því.  Ekki það að ég sé í miklu standi til að bæta úr því hér og nú, þar sem eftirhreytur frændsystkinateitis eru nú alls ráðandi.  Glimrandi gott teiti sem stóð til að ganga fimm í morgun.  Að öðrum ólöstuðum átti Pétur bróðir og Garðar hennar Kristínar bestu sprettina þar sem leyndir gítarhæfileikar komu hressilega í ljós.  Þar var sem sagt: étt, drekt, sungt, spjallað og spilað.  Þar sem nokkrir af lykilmönnum í stóra Pálumálinu vor þar saman komnir voru tekin létt skrens á helstu hápunktum málsins.  Reyndar vantaði nokkra af lykil mönnunum málsins, en kannski hæpið að þeir hefðu haft nokkuð gaman af því að rifja það upp.  Þegar viskíflaskan var að verða búin og söngrödd okkar bræðra farin að besta var mál að halda í koju.  Þannig að dagurinn hefur farið í að endurheimta þrek og gána á frjálsar íþróttir.  Ætli við segjum þetta ekki gott í bili Blogga mín, en ég reyni þess í stað að kíkja á þig sem fyrst aftur.

Með partý kveðju; Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast kæri frændi. Endurtökum þetta sem fyrst...

Allra bestu,

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 20:34

2 identicon

Lesið í Sarajevo.  Þú átt skrýtna frænku, hún Sóley.

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband