Hreysti og hugur með trukki og dýfu

Jæja Blogga mín.  Er ekkert að frétta af þér?

Allt í standi hérna megin.  Síðan síðast er trúlega það helst af mér að frétta að miðvikudagurinn var helgaður líkamanum og fimmtudagurinn huganum.  Hreyfingarmálin eru á svipuðum nótum og venjulega; helst til óregluleg.  Ég man ekki hvort ég var búinn að segja þér frá þér að doktorinn útskrifaði mig með astma og lét mig hafa púst til að fá smá búst.  Þannig að nú er það að vera andstuttur ekki lengur afsökun.  Þrátt fyrir hífandi rok og rigningu á miðvikudagskvöld fórum við Halldór að hlaupa og í beinu framhaldi af því í badminton.  Sem sagt brennsla í hámarki og þreytan eftir því.  Daginn eftir vissi ég vel af því að ég spila badminton ekki reglulega.  Ætli það sé ekki á svona 7 ára fresti.  Harðsperrurnar voru í sjálfu sér ekki það slæmar, en á stór undarlegum stöðum, þar sem Glutimus Maximus hafði fengið hvað mest að kenna á því.  Hvernig sem það fer nú heim og saman við badminton.  Á fimmtudagskvöldið sótti ég svo kynningu um hugleiðslu.  Það var mjög fróðlegt / forvitnilegt og stefni ég ótrauður á að kynna mér þetta nánar og er búinn að bóka mig á námskeið í næstu viku.  Þetta er tveggja vikna námskeið, samtals 8 kvöld.  Ætli það endi ekki með því að ég verði orðinn svo hugleiddur að ég þurfi ekki lengur að skrifa þér Blogga mín, heldur sendi þér bara hugskeyti.  Sjáum hvað setur.

Jæja en nú er komið kvöld og íþróttaskólinn hjá okkur Birgi í bítið.

Með heilsu kveðju; Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þabbbbbara svona, hreyfing og hugleiðsla.... en ekkert skrítið fyrst þú ert kominn á stera... að vísu í lungun, en ég sé ekki betur en það hafi áhrif um allan páfuglinn

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.10.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband