Helgin tekin með stæl

Sæl Blogga.

Já það er alveg rétt hjá þér.  Ég er svolítið ryðgaður eftir helgina og skyldi engan undra.  Laugardagurinn byrjaði rólega, við Biggi fórum í Sorpu (sem er alltaf jafn spennandi) og heimsóttum síðan Stefán Steinar og Snjólaugu.  Um kvöldið var svo skundað í rúmlega þrítugs afmælið hennar Bettýar frænku.  Ég held að Séð og heyrt sé eitthvað farið að dala í "rannsóknar" blaðamennsku sinni, þar sem þeir voru hvergi nærri, en gestalistinn samstóð af helsta "selebi" samfélagsins.  Fyrir utan okkur hjónin náttúrulega voru þarna forsetahjónin (Óli og Dóra), feðgarnir Ómar Ragnarsson og Þorfinnur, Leoncie, Bubbi, Karl Bretaprins, Elvis, Frank Sintra, Paris Hilton, jólasveinnin, Napolion Bonabarte, þrjár Marilin Monro svo einhverjir séu nú nefndir.  En þarna voru líka tvær af glötuðu dætrum þessa lands og ljóst að barátta Soffíu Hansen hefur loks borið árangur því þarna voru þær Dagbjört og Rúna einnig mættar með fremur íslömsku yfirbragði.  Já Blogga.  Þú hefðir þurft að vera þarna til að trúa þessu.  Þetta var hið ánægjulegasta teiti en mér var létt brugðið þegar ég drifinn upp á svið og ásamt 5 öðrum látinn setja upp leikritið Rauðhetta og úlfurinn í nýrri og kynhverfri útsetningu óþekk(t)s höfundar.  Eftir leiksigurinn var tjúttið tekið með stæl, þó svo að gömlu taktarnir hafi eitthvað verið farnir að ryðga hjá mér.  Þar sem Elfa konan mín er nú með skynsamari konum þjóðarinnar, hafði hún vit á því að toppa á réttum tíma og þegar klukkan var gengin í eitt hélt hún heim.  Álag leigubílastöðvanna var þá augljóslega ekki hafið.  Góðum klukkutíma síðar sá ég að minn tími var kominn, þreif upp GSM símann og byrjaði að reyna að ná sambandi við allar helstu leigubílastöðvar borgarinnar, en án þessa að mér væri svo mikið sem svarað.  Ég sá að þetta dygði ekki, dreif mig í svarta hettujakkann og arkaða af stað á leiðs heim.  Stefnan var tekinn eftir beinni línu frá Mjódd og suður í Áslandshverfi í Hafnarfirði.  Ferðin sóttist mér vel enda fáir á ferli til að amast við því að ég stytti mér leiðir í gegnum stöku garða í Selja- og Salahverfi.  Reglulega reyndi ég við leigubílastöðvarnar en engin svör.  Eftir að ég var kominn í gegnum Kópavogsbæ lá leiðin um lúpínuakra uppsveita Garðabæjar og þá fyrst fór ég að efast um að það hafi verið viturlegt að taka beina göngustefnu, þar sem það hafði rignt þó nokkuð og lúpínuflæmið sem hafði náð hné hæð var gegnsósa af vætu.  Það var farið að gutla all verulega í skónum mínum þegar ég kom að Vífilsstaðarvatni.  Þá ákvað ég að nú myndi ég fylgja veginum og segja skilið við heiðar og lúpínubreiður.  Það var dálítið kómískt að strunsa einn um nótt vestur með Heiðmörkinni eftir vegi sem í daglegu tali er nefndur flóttamannaleið.  Þegar ég var hálfnaður frá Vífilsstöðum til Hafnarfjarðar gerðist hið ótrúlega.  Það vor ljós á veginum.  Hið enn ótrúlega átti síðan eftir að bætast við þegar bílinn stoppaði þar sem ég gerði, að því er mér fannst, bjartsýna tilraun til að húkka far, orðin fremur votur og vafa lítið ekki árennilegur í svörtu hettuúlpunni.  Þetta reyndist vera ung stúlka sem hafði verið ræst út að sækja fólk í mannfagnað inn undir Kaldársel.  Ég skil ekki enn hvernig henni datt í hug að stoppa, en hún á þakkir skilið.

Þannig að sunnudags morguninn var tekinn með stakri ró og skrönglaðist ég ekki á fætur fyrr en langt gengin í 12.  Þetta var bara orðið eins og í denn, nema hvað ég var greinilega ekki í alveg sömu þjálfuninni og þá.  Seinni partinn var svo barna afmæli hjá Krissu systur þar sem Alex fagnaði 5 ára afmælinu.  Mér létti að sjá að systur mínar voru ekkert mikið ferskari en ég þrátt fyrir að þær hefðu að mestu náð framan úr sér andlitsmálningu gærkvöldsins og það hefur nú ekki verið lítið verk fyrir þær flestar.

Deginum lauk síðan með grillveislu aldarinnar þar sem Tóta mágkona og Hólmgeir yfirgrillari fóru mikinn svo ekki sé meira sagt.  Ræst var með grilluðum stór-humri frá Grétar, því næst var það lax í Teriaki með salthnetum, þá grillað hrefnukjöt, síðan marineraður skötuselur og loks sítrónukryddaðar kjúklingabringur.  Með herlegheitunum var svo alskyns gúmmelaði: 6 mismunandi sósur, salöt af ýmsum toga, bakaðar kartöflur, gular baunir og .............  Í eftirrétt voru svo dýrindis tertur og kaffi.  Eins og sönnum Skagfirskum húsmæðrum sæmir var nóg til af öllu og trúi ég að fjölskyldan í Torfufellinu eigi afganga vel fram á sumar.  Elfa mátti styðja mig upp tröppurnar heima þar sem ég lagðist afvelta af ofáti upp í rúm og reis ekki upp fyrr en í morgun og skýrir það af hverju þú, Blogga mín, hefur ekki heyrt í mér síðan á laugardag.  Það var sem sagt tekið hraustlega á því um helgina.

Með átakskveðju.

Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði verið dulítið pínlegt fyrir garpinn að láta björgunarsveitina hirða sig upp rétt við mannabyggðir kæri frændi. -Einn í óbyggðum á hlírabol með tattú, hvernig hefðirðu útskýrt það?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Árni Birgisson

Sóley.

Það hefði allllllldrei komið til þess.

Árni Birgisson, 4.6.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Álfhóll

Hræðilegt að missa af veislunni góðu, en sárbót að ég var í humarveislu á Höfn. Ég vona að Hali hafi ekki verið þarna?

Soffía Hansen

Álfhóll, 5.6.2007 kl. 11:47

4 identicon

Já var það nú ekki farinn að moggablogga strákurinn........Til lukku með það en þú veist að "alvöru" bloggarar halda sig lángt frá moggablogginu.......;O) Nei til hamingju með framtakið.....Bestu kveðjur Seljan

Selja (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband